Það verður barasta alltaf að vera marens. Það er ekkert flókið. Af hverju? Jú, marens er bara alltof góður til að sleppa honum.

Og þessi marens er rosalegur! Einn sá besti sem ég hef á ævi minni smakkað, þó ég segi sjálf frá. Hann er meira að segja betri en þessi lakkrísmarens en ég mæli samt með því að þið kíkið á þá uppskrift því þá getið þið lesið marensreglurnar mínar svo marensinn ykkar verði stórkostlegur.

Skemmtið ykkur vel og hafið sófann tilbúinn fyrir rjómasjokkið og lakkrísvímuna!


Ómótstæðilegur kornfleksmarens með lakkrísrjóma og lakkríspoppi
Hráefni
Marens
Lakkrísrjómi
  • 400ml rjómi
  • 3-4msk lakkrísduft(ég notaði Dracula-duft sem ég fann í nammideildinni í Hagkaupum)
Lakkríspopp
Leiðbeiningar
Marens
  1. Þeytið eggjahvítur þar til þær freyða. Hellið síðan sykri saman við í einni bunu og þeytið í 15-20 mínútur.
  2. Setjið kornfleks í aðra skál og kremjið létt með fingrunum. Blandið lyftidufti saman við kornfleksið.
  3. Blandið þá kornfleksinu varlega saman við marensinn með sleikju.
  4. Búið til 2 hringi úr blöndunni á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið við 150 gráður í 50 mínútur. Slökkvið á ofninum, opnið hann aðeins og leyfið botnunum að kólna inni í ofni.
Lakkrísrjómi
  1. Þeytið rjómann aðeins, blandið duftinu saman við og stífþeytið svo rjómann.
  2. Smyrjið rjómanum á annan marensbotninn og setjið hinn ofan á.
Lakkríspopp
  1. Blandið öllu vel saman og setjið ofan á kökuna.

Umsagnir

Umsagnir