Ókei, ég veit hvað þið eruð að hugsa. Popp og búðingur – fer það virkilega vel saman? Ég heyri yfirlætið og vantrúna í hugsunum ykkar og ég er hér til að segja ykkur að þessi blanda er vissulega skrýtin en hún virkar! Vegir bakstursins eru órannsakanlegir og það er snilldin við hann.

Ég er rosalega hrifin af því að búa til minn eigin búðing eftir að ég komst að því að það er ekkert mál. Ég nefnilega hélt alltaf að það væri massa flókin aðgerð sem myndi gera mig gráhærða en það gæti ekki verið fjarri sannleikanum.

Þannig að ég mæli með þessu. Hættið að kaupa pakkabúðing og búið hann til sjálf – möguleikarnir eru nefnilega endalausir þegar kemur að bragðefnum og gúmmulaði.


Alltof góður poppbúðingur
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Setjið nýmjólk, rjóma, sykur og salt í pott og hitið yfir meðalhita þar til sykurinn hefur bráðnað. Gott er að hræra stanslaust í blöndunni svo hún brenni ekki við.
  2. Takið pottinn af hellunni. Hellið poppinu út í mjólkurblönduna og látið það liggja í henni í 10-15 mínútur.
  3. Hellið mjólkurblöndunni í gegnum fínt gatasigti til að sigta poppið frá. Hendið poppinu.
  4. Blandið eggjarauðum og maizena vel saman og blandið því síðan varlega saman við mjólkurblönduna.
  5. Setjið pottinn aftur á helluna yfir meðalhita og hrærið stanslaust þar til blandan byrjar að sjóða og þykkna. Leyfið blöndunni að bubbla í smá stund en passið að hræra.
  6. Takið pottinn af hellunni og blandið smjöri og vanilludropum saman við.
  7. Hellið í eftirréttaskálar, setjið plastfilmu yfir og kælið í um klukkustund. Skreytið með meira poppi.

Umsagnir

Umsagnir