Ég er nýlega komin heim frá Taílandi sem var án efa ferð lífs míns. Þriggja mánaða ævintýri. Hjá mér vaknar alltaf mikil fortíðarþrá á flugvellinum og ég get barasta ekki sleppt því að kaupa mér nammi í fríhöfninni – þó það sé orðið rándýrt.

Ég kaupi náttúrulega alltaf það sama og eitt af því sem ég fjárfesti í dýrum dómum er Toblerone – og alltof mikið af því. Þess vegna ákvað ég að hlaða í eitt stykki smákökuporsjón með fullt af Toblerone. Því súkkulaðið má auðvitað ekki skemmast! Guð forði okkur frá því.


Toblerone-smákökur
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Blandið saman hveiti, maizena, matarsóda og salti í skál og setjið til hliðar.
  2. Hrærið smjör, púðursykur og sykur vel saman. Blandið því næst eggi og vanilludropum saman við.
  3. Blandið þurrefnablöndunni varlega saman við.
  4. Saxið Toblerone-ið og blandið saman við með sleif.
  5. Setjið deigið inn í ísskáp yfir nótt. Svo er líka bara hægt að svindla og henda því inn í frysti í klukkutíma eða svo.
  6. Hitið ofninn í 190°C og klæðið ofnplötur með bökunarpappír.
  7. Búið til kúlur úr deiginu, raðið þeim samviskusamlega á plöturnar og bakið í 10 mínútur.

Umsagnir

Umsagnir