Jæja, nú er búið að vanta næstum því allt súkkulaði í þennan mánuð og við ætlum að bæta úr því með þessum unaðslegu brúnkum!

Að þessu sinni ætlum við að vinna aðeins með hindber sem bjóða upp á þennan yndislega fallega bleika lit í þeldökkum brúnkunum. Einföld uppskrift og syndsamlega gott bragð – þessi bráðnar í munni!


Hindberjabrúnka
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 175°C og smyrjið form sem er 20x20 sentímetrar að stærð.
  2. Setjið olíu og súkkulaði í pott og hitið yfir lágum hita þar til súkkulaðið er bráðnað og búið að blandast olíunni.
  3. Blandið sykri við súkkulaðiblönduna og því næst eggjunum, einu í einu. Blandið vanilludropunum saman við.
  4. Bætið kaffi, hveiti og lyftidufti út í deigið og hrærið vel.
  5. Hellið deiginu í formið og dreifið hindberjunum yfir. Bakið í 30 til 40 mínútur og leyfið kökunni að kólna áður en hún er skorin.

Umsagnir

Umsagnir