Nú er Hrekkjavakan á næsta leiti og margir sem ég þekki sem halda upp á þá hátíð. Vinkona mín ein sendi mér skilaboð í gær og bað vinsamlegast um hjálp við veitingar í Hrekkjavökuteiti sem hún stendur fyrir.

Ég tók þeirri áskorun að sjálfsögðu enda fæ ég smá feber þegar fólk biður mig um að gera eitthvað sérstakt og finn kappsemina taka öll völd.

Þannig að ég hlóð í fjórar týpur af gotteríi fyrir Hrekkjavökuteitið. Allt er þetta ofureinfalt og fékk ég dóttur mína, sem er sex ára, til að hjálpa mér að búa þetta til. Henni fannst það sjúklega skemmtilegt og fannst þetta einstaklega skemmtilegar veitingar í Hrekkjavökuteiti. Og ekki ljúga börnin!


Einfalt og barnvænt Hrekkjavöku gotterí
Hráefni
Oreo-skrímsli
Hræðilegir munnar
Gröf
Leiðbeiningar
Oreo-skrímsli
 1. Bræðið súkkulaði en ég kaupi litað súkkulaði annað hvort í Kosti, Hagkaupum eða Allt í köku.
 2. Dýfið Oreo-kexi í súkkulaðið að vild og leggið á smjörpappírsklædda plötu.
 3. Skreytið með nammiaugum og kökuskrauti áður en súkkulaðið storknar.
Augu
 1. Bræðið hvíta súkkulaðið og dýfið öðrum endanum af sykurpúðunum í það.
 2. Setjið 1 súkkulaðihnapp eða dropa í miðjuna á hvern sykurpúð áður en súkkulaðið storknar og drissið rauðum glimmerflygsum í kring.
Hræðilegir munnar
 1. Skerið epli í þunna báta.
 2. Setjið hnetusmjör á helminginn af bátunum og lokið því með hinum helmingnum af eplabátunum.
 3. Festið goji ber í hnetusmjörið svo þau líkist tönnum.
Gröf
 1. Myljið slatta af Oreo-kexi og þrýstið í botninn á nokkrum glösum.
 2. Blandið rjómaosti og flórsykri vel saman. Bætið því næst vanilludropum saman við og síðan rjómanum með sleif eða sleikju.
 3. Blandið meira af muldu Oreo-kexi saman við og hellið ofan á botninn.
 4. Myljið nokkru Oreo-kex gróflega ofan á gröfina.
 5. Skerið legsteina úr hafrakexi eða notið eitthvað annað kex. Skrifið á legsteinana með ætilegum penna.

Umsagnir

Umsagnir