Ókei, kannski pínulítið dramatísk fyrirsögn fyrir þessa köku. En það er sko sýrður rjómi í henni. Ég veit ekki með ykkur en ég hef aldrei bakað ostaköku með sýrðum rjóma. Og ég hef reyndar aldrei fyrr bakað ostaköku sem þurfti ekki að vera í vatnsbaði þannig að þetta eru vissulega tímamót!

Og út af því að það þarf ekkert vatnsbað er þetta ofureinföld ostakaka. Ekki jafn einföld og þessi hér en samt er ekkert mál að skella í hana – tekur bara smá tíma.

Auðvitað er þessi ostakaka stúfull af berjum til að halda okkur í þemanu en þessi uppskrift er frekar stór og passar í flennistórt form. Sem er ekki verra því þessi ostakaka er svo dúnmjúk og ljúffeng að hún klárast á núll einni. Og hún er jafnvel betri daginn eftir!


Ostakaka með óvæntu hráefni
Hráefni
Botn
Fylling
Skreyting
Leiðbeiningar
Botn
  1. Hitið ofninn í 180°C. Myljið hafrakexið í matvinnsluvél og blandið mulningnum saman við smjörið.
  2. Þrýstið hafrakexblöndunni í botn og upp á hliðar á stóru formi sem búið er að smyrja og bakið botninn í 10 mínútur.
Fylling
  1. Blandið sykur og rjómaost vel saman.
  2. Blandið eggjunum saman við og hrærið vel. Blandið því næst salti, vanilludropum og sýrðum rjóma saman við.
  3. Deilið blöndunni á milli tveggja skála. Setjið bláberin út í aðra skálina og hindberin í hina. Blandið varlega saman.
  4. Setjið bláberjablönduna yfir botninn og svo hindberjablönduna yfir bláberjablönduna. Bakið í 45 mínútur.
Skreyting
  1. Blandið öllu vel saman og smyrjið varlega ofan á bakaða ostakökuna.
  2. Setjið kökuna aftur inn í ofn og bakið í 10 mínútur til viðbótar. Leyfið kökunni að jafna sig við stofuhita í hálftíma og inni í ísskáp í 2 tíma áður en hún er hámuð í sig.

Umsagnir

Umsagnir