Heimagerðar jólagjafir – partur II

Nú er komið að öðrum parti af heimagerðu jólagjöfunum en að þessu sinni bý ég til freyðandi og yndislegar baðbombur og dásamlegan líkamsskrúbb.

Þið getið séð nákvæmlega hvernig ég fer að þessu í þættinum Jóló á ÍNN í kvöld en hér koma uppskriftirnar svo þið getið keypt öll hráefnin og gert þetta með mér í beinni. Fáránlega einfaldar jólagjafir sem gleðja bæði augu og kropp.


Heimagerðar jólagjafir - partur II
Hráefni
Jólaskrúbbur
Baðbombur
Leiðbeiningar
Jólaskrúbbur
  1. Brjótið nammistafina í bita og setjið í blandara eða matvinnsluvél. Myljið þar til þeir minna á sand.
  2. Blandið síðan öllu vel saman og deilið á milli lítilla krukka. Mér finnst gott að geyma þetta í ísskáp en skrúbbinn má alveg geyma inni á baði. Ef þið gerið það mæli ég með að þið setjið skrúbbinn í plastílát svo ílátið brotni ekki inni á baði.
Baðbombur
  1. Blandið öllum þurrefnum vel saman í skál.
  2. Bætið því næst kókosolíu, vatni og ilmolíu saman við og blandið varlega saman. Blandan mun freyða smá en það er allt í lagi.
  3. Nú er gott að bæta við matarlit ef þið viljið nota hann. Það er líka hægt að nota glimmer, þurrkuð blómablöð eða hvað sem er til að skreyta bomburnar.
  4. Setjið blönduna í form. Ég notaði sílíkonform sem ég nota vanalega fyrir kökur. Það er hægt að leika sér með formin að vild.
  5. Leyfið þessu að bíða á þurrum stað í 24 klukkutíma áður en þið losið úr formunum. Geggjuð gjöf eða tilvalið til að nota í jólabaðið!

Umsagnir

Umsagnir