Eins og margir hafa kannski tekið eftir er ég einstaklega veik fyrir rjómaosti. Ég gæti án gríns borðað hann eintóman allan daginn ef ég bara mætti.

Þess vegna ákvað ég að ég þyrfti að búa til einhvern trylltan rjómaostaeftirrétt í Mars-þemanum og þannig fæddist þessi réttur. Mig langaði að gera ostaköku í glasi og það tókst stórkostlega. Og svona líka einfalt!

Ég mæli klárlega með þessari uppskrift ef þið ætlið að halda matarboð bráðlega því þessi eftirréttur lætur alla aðra eftirrétti líta illa út.

P.s: Þessi uppskrift passar í tvö ágætlega stór glös. Og ef þið viljið búa til ykkar eigin karamellusósa mæli ég með þessari hér.

Sannkölluð matarfullnæging.


Eftirréttur allra eftirrétta
Hráefni
Mars-sósa
Botninn
Ostakaka
Til að skreyta
Leiðbeiningar
Mars-sósa
  1. Byrjið á að grófsaxa Mars-ið. Hitið rjómann í örbylgjuofni í um eina mínútu og hellið honum síðan yfir Mars-ið. Leyfið þessu að sitja í nokkrar mínútur og hrærið svo vel þar til allt er bráðnað.
Botninn
  1. Myljið hafrakexið og blandið því saman við Mars-sósuna. Deilið blöndunni á milli glasanna tveggja og skellið þeim inn í ísskáp á meðan þið gerið ostakökuna.
Ostakaka
  1. Blandið rjómaosti saman við flórsykur. Byrjið á bara hálfum bolla af flórsykri og smakkið svo til - kannski viljið þið setja meira.
  2. Skellið síðan vanilludropum, Mars-sósu og karamellusósu saman við og hrærið vel saman.
  3. Náið í glösin og setjið blönduna yfir botninn. Kælið í 1 til 2 klukkutíma.
Til að skreyta
  1. Skerið Mars í litla bita og setjið ofan á ostakökulagið.
  2. Þeytið rjóma og sprautið honum ofan á og hellið síðan smá Mars-sósu yfir.

Umsagnir

Umsagnir