Mig langaði að búa til einhverjar smákökufígúrúr fyrir þennan mánuð og var búin að reyna ýmislegt áður en ég rambaði á þessa yndislegu, sætu, girnilegu og gómsætu grísi.

Ég meina, getið þið staðist þessar dúllur? Ég hélt ekki…


Girnilegir grísir
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 180°C og setjið bökunarpappír á ofnplötur.
  2. Blandið öllu vel saman nema matarlitnum og pennanum auðvitað.
  3. Takið smá klípu af deiginu og litið það bleikt.
  4. Fletjið restina af deiginu út á hveitilögðum borðfleti. Ég kaus að hafa mínar kökur í þynnra lagi.
  5. Skerið út hringa úr deiginu (hausinn á grísnum) og litla þríhyrninga (eyrun).
  6. Raðið hringunum á ofnplötuna og raðið þríhyrningunum á eins og sést á myndunum hér fyrir ofan.
  7. Búið til litlar kúlur úr bleika deiginu og mótið litla hringi úr því fyrir trýni.
  8. Raðið trýnunum á svínin og gerið tvær rákir fyrir nasir með hníf.
  9. Bakið í 7-9 mínútur eða þar til brúnirnar eru farnar að brúnast.
  10. Leyfið kökunum að kólna og teiknið síðan augu á sætu grísina með pennanum.

Umsagnir

Umsagnir