Gotteríin gerast ekki mikið einfaldari og eins og með svo margt í þessum mánuði geta krakkarnir tekið virkan þátt í að undirbúa afmælisveitingarnar sínar.

Þessir bílar eru gott dæmi um það og er hægt að eiga fallega fjölskyldustund við það að koma þessum dúllum saman. Svo eru þeir alveg einstaklega góðir á bragðið en meðfylgjandi uppskrift dugir í 12 geggjaða bíla! Brumm brumm…


Klikkaðir kappakstursbílar
Leiðbeiningar
  1. Byrjið á því að skera hvert Yankie í tvo jafnstóra bita.
  2. Bræðið súkkulaðið og takið til Jelly Babies og Skittles.
  3. Dýfið 12 Jelly Babies í hvíta súkkulaðið (bara smá - það þarf ekki mikið súkkulaði) og festið þau ofan á hvert Yankie-stykki - aðeins fyrir aftan miðju.
  4. Dýfið Skittles aðeins í súkkulaðið og festið þau eins og hjól á Yankie-stykkin og svo eitt Skittles fyrir framan Jelly Babies (fyrir stýrið). Gerist ekki einfaldara!

Umsagnir

Umsagnir