Ég kynntist nýju lostæti á dögunum sem heitir Súkkulaðibögglar frá Freyju. Við erum að tala um gamla góða Bugles-snakkið, húðað með súkkulaði. Hljómar skringilega, ég veit, en þetta er eitt allra besta nammi sem ég hef smakkað! Heilu pokarnir bara renna ofan í mig og ég fæ ekki nóg af þessu!

Þegar ég var á sirka poka 10 og orðin illa haldin af magaverk datt mér í hug að það væri geðveikt að búa til marens úr þessum unaðsbitum. Þannig að ég staulaðist inn í eldhús, því maður er auðvitað aldrei það slappur að maður geti ekki bakað, og skellti í Súkkulaðibögglamarens.

Hugboðið mitt var rétt. Þessi blanda af Súkkulaðibögglum og marens er ómótstæðileg! Þetta er nýi uppáhaldsmarensinn minn.


Súkkulaðimarens með Freyju-karamellusósu
Hráefni
Marens
Skreyting
Leiðbeiningar
Marens
  1. Byrjum á marensinum. Hitið ofninn í 150°C. Takið til 2 smjörpappírsarkir og teiknið 3 jafnstóra hringi (ca 18-19 sentímetra) á pappírinn.
  2. Þeytið eggjahvíturnar í tandurhreinni skál þar til þær byrja að freyða.
  3. Bætið sykrinum við í einni bunu á meðan þið þeytið hvíturnar. Þeytið blönduna í 15-20 mínútur eða þangað til þið getið haldið skálinni á hvolfi og ekkert lekur niður.
  4. Blandið Súkkulaðibögglum og lyftidufti saman og blandið því saman við marensinn með sleif eða sleikju.
  5. Deilið blöndunni á milli hringjanna þriggja. Bakið í 40 mínútur og leyfið kökunum að kólna í ofninum. Hafið samt smá rifu á honum.
  6. Þeytið svo hálfan líter af rjóma saman við flórsykurinn.
Skreyting
  1. Setjið rjóma og karamellur í skál og bræðið saman í örbylgjuofni. Hrærið í blöndunni á 30 sekúndna fresti.
  2. Smyrjið 1/2 af rjómanum á neðsta botninn og setjið annan botn ofan á. Smyrjið restinni af rjómanum ofan á miðjubotninn og setjið síðasta botninn ofan á.
  3. Hellið karamellusósuna yfir toppinn og skreytið með Súkkulaðibögglum.

Umsagnir

Umsagnir