Eftirréttirnir bara verða ekki einfaldari en þessi karamellu- og bananabomba. Ég lofa! Og þeir verða heldur ekki mikið betri – það er að segja ef þú elskar karamellusósu, banana og rjóma.

Þessi eftirrétur er tilvalinn í matarboðið því það er svo ofureinfalt að búa hann til. Ég ákvað að setja hann saman í eftirréttaskálar en auðvitað er hægt að skella honum bara í eldfast mót eða kökuform og leyfa gestunum að skera sér sneiðar. Eitt er víst – þessi bananabomba hverfur fljótt.

Í eftirréttinum er karamellusósa en ég mæli með að nota Freyju-karamellusósuna úr þessari uppskrift, en sleppa hveitinu, því hún er einfaldlega engu lík. Sú allra besta karamellusósa sem ég fæ!

Njótið!


Súpereinföld karamellu- og bananabomba
Leiðbeiningar
  1. Myljið hafrakex með glasi eða í matvinnsluvél og blandið kexmylsnunni við smjörið.
  2. Þrýstið hafrakexblöndunni í botninn á 4-6 eftirréttaskálum eða í meðalstórt form.
  3. Hellið karamellusósunni yfir hafrakexbotninn.
  4. Skerið banana í sneiðar og raðið þeim ofan á karamellusósuna.
  5. Sprautið þeyttum rjóma yfir bananana og stráið súkkulaðispænum yfir.

Umsagnir

Umsagnir