Nei þetta eru ekki kökur úr kókosbollum – það kemur síðar. Þetta eru bollakökur með kókos. Ókei?
Þessar eru bara svo endalaust sumarlegar og fínar og ekki skemmir fyrir að þær eru helvíti ferskar á bragðið.
Kókosbollakökur með súraldinkremi
|
|
Hráefni
- 2 1/4bolli hveiti
- 1tsk lyftiduft
- 1tsk matarsódi
- 1tsk salt
- 1 1/4 bolli sykur
- 175g mjúkt smjör
- 3 egg
- 1bolli kókosmjólk
- 1/4bolli kókosmjöl
Krem
- 4bollar flórsykur
- 175 g mjúkt smjör
- 4 msk súraldinsafi
- 1/4tsk salt
- 1/4bolli kókosmjólk
Leiðbeiningar
- Hitið ofninn í 190°C. Blandið hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti saman í skál og setjið til hliðar.
- Blandið sykri og smjöri vel saman. Því næst er eggjunum bætt við, einu í einu.
- Skiptist á að blanda kókosmjólk og þurrefnablöndunni við smjörblönduna þar til allt er orðið blandað saman. Bætið þá kókosmjölinu út í og hrærið.
- Skiptið deiginu á milli möffinsforma og bakið í 15 til 20 mínútur. Leyfið kökunum að kólna áður en þær eru skreyttar með kreminu.
Krem
- Blandið flórsykri og smjöri vel saman.
- Bætið öllum hinum hráefnunum saman við og hrærið vel saman.
- Skreytið kökurnar með kreminu og drissið smá kókosmjöli ofan á. Þeir sem vilja fá meira súraldinbragð geta rifið smá börk og sett 3 til 4 matskeiðar út í kremið.