Ókei, það er ekki lakkrísþema í þessum mánuði. Það er berjaþema. En ég varð bara svo spennt að búa til lakkrís eftir að ég rakst á uppskrift á vefrúntinum mínum.

Og nú gætuð þið hugsað: Vá, það er örugglega massa mikið mál að búa til sinn eigin lakkrís. En svarið við því er einfaldlega nei. Það er fáránlega auðvelt. Mesta málið er í raun fólgið í því að finna öll hráefnin sem til þarf á litla Íslandi.

Í fyrsta lagi hafði ég ekki hugmynd um hvar ég ætti að finna anísolíu en fann hana á vefsíðunni Slikkerí sem selur alls konar sniðugt. Svo var það corn syrup, síróp gert úr maíssterkju. Það fann ég í Hagkaup sem og mólassann, sem er eins konar þykkt, kolbikasvart síróp og heitir á ensku molasses. Þetta tvennt sá ég líka í Kosti bara svo þið vitið það.

Þannig að – er eftir einhverju að bíða? Nei, ég hélt ekki. Ég kynni heimagerðan lakkrís – hápunktinn minn í gúmmulaðigerð.


Heimagerður lakkrís
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Setjið bökunarpappír í ílangt form, sirka 23 sentímetra langt, og smyrjið það líka. Leyfið pappírnum að koma upp á hliðunum svo auðveldara verði að taka lakkrísinn úr forminu.
  2. Setjið smjör, sykur, corn syrup, mjólkina, mólassa og salt í pott og hitið yfir háum hita þangað til það nær 130°C hita. Hér þarf að nota hitamæli sem ég keypti einmitt líka hjá Slikkerí.
  3. Takið pottinn af hellunni og blandið hveiti, olíunni og matarlitnum útí. Hrærið vel saman.
  4. Hellið blöndunni í formið og leyfið þessu að kólna inn í ísskáp í 30 til 45 mínútur.
  5. Takið lakkrísinn úr forminu og færið yfir á skurðarbretti.
  6. Skerið lakkrísinn í lengjur og snúið upp á þær. Auðvitað er líka hægt að leika sér með þetta og hafa lakkrísinn eins í laginu og maður vill.
  7. Setjið herlegheitin á bökunarpappír og aftur inn í ísskáp í 20 til 30 mínútur.
  8. Mér finnst best að geyma lakkrísinn í frysti því þá harðnar hann vel. Annars er hann frekar mjúkur og líkastur karamellu.

Umsagnir

Umsagnir