Ég hef áður boðið ykkur upp á fáránlega einfaldan ís og nú geri ég það aftur – nema þessi er þúsund sinnum betri.

Í þessari uppskrift nota ég sæta mjólk, eða sweetened condensed milk, en þeir sem kíkja á síðuna reglulega vita að ég elska þessa mjólk í bakstri. Hún er alltaf til í asískum matvöruverslunum og ég hef tekið eftir að fólkið hjá Hagkaupum er farið að selja hana reglulega. Þar finnið þið hana þó ekki í bökunarganginum heldur hjá asískum sósum og matvöru.

Og þessi ís krakkar er guðdómlegur! Ég bjó hann til að morgni og það tók án gríns tíu mínútur. Síðan skellti ég honum í frysti og við fjölskyldan borðuðum hann í eftirmat eftir kvöldmatinn. Gerist ekki einfaldara!


Einfaldasti piparmyntuís í heimi
Leiðbeiningar
  1. Byrjið á að stífþeyta rjóma, flórsykur og piparmyntudropa í skál.
  2. Hellið sætu mjólkinni saman við og blandið varlega en vel saman með sleif eða sleikju.
  3. Bætið því næst matarlitnum út í ef þið viljið nota hann og hrærið og síðan súkkulaðispænunum.
  4. Hellið í ílangt form, til dæmis brauðform, eða hvaða form sem þið viljið nota. Frystið í 6-8 klukkustundir eða yfir nótt. Þessi ís geymist heillengi í góðri pakkningu.

Umsagnir

Umsagnir