Bíddu, bíddu, bíddu! Eplakaka inni í bollaköku? Hvernig virkar það eiginlega?!
Jú, krakkar mínir – það er náttúrulega bara sturlað! Og brjálæðislega einfalt – eða mér finnst það allavega! Og til að toppa þetta algjörlega setti ég dúnmjúkt karamellusmjörkrem ofan á. Þetta gerist ekki mikið betra!
Þessar ylja manni á köldum vetrarkvöldum og eru stórkostlegar í skammdeginu. Ég lofa!
Bollakökur fylltar með eplaköku
|
|
Hráefni
Bollakökur
- 115g mjúkt smjör
- 1 3/4bolli sykur
- 1bolli mjólk
- 1 1/2tsk lyftiduft
- 2tsk kanill
- 4 Nesbú-egg
- 1tsk vanilludropar
- 2bollar Kornax-hveiti
Eplakökufylling
- 2msk smjör
- 4 meðalstór epli(afhýdd og skorin í litla bita)
- 2msk sykur
- 2msk púðursykur
- 1tsk sítrónusafi
- 1/4tsk kanill
- 1/2msk maíssterkja
- 1msk vatn
Smjörkrem
- 115g mjúkt smjör
- 3-4bollar flórsykur
- 1/2 - 3/4bolli karamellusósa
- 1tsk vanilludropar
- smá sjávarsalt
Leiðbeiningar
Bollakökur
- Hitið ofninn í 180°C og takið til 25-30 möffinsform.
- Þeytið smjöri og sykri vel saman í skál.
- Bætið mjólk, lyftidufti, kanil, eggjum og vanilludropum saman við og hrærið vel.
- Bætið hveitinu varlega saman við og blandið þar til allt er vel blandað saman en passið að hræra ekki of lengi.
- Deilið deiginu í möffinsform og bakið í 14-16 mínútur.
- Leyfið kökunum að kólna áður en fyllingin er sett í.
Eplakökufylling
- Bræðið smjör á pönnu yfir meðalhita.
- Setjið epli, sykur, púðursykur, sítrónusafa og kanil saman við og eldið þetta í um 10 mínútur, eða þar til eplin eru orðin mjúk. Hrærið reglulega í blöndunni.
- Setjið sterkju og vatni saman við og eldið þar til blandan er aðeins farin að þykkjast.
- Skellið í skál og kælið aðeins.
- Skerið litla holu í miðjuna á hverri bollaköku og setjið fyllingu ofan í.
Smjörkrem
- Þeytið smjörið í 1-2 mínútur og bætið síðan flórsykrinum út í og hrærið vel.
- Bætið karamellusósu og vanilludropum saman við og hrærið vel saman.
- Skreytið kökurnar með kreminu.