Já, þið lásuð rétt. Þessar smákökur eru alveg eins og smákökurnar á Subway sem nánast allir elska! Og þessi uppskrift er svo ofureinföld að það hálfa væri nóg.
Ég bakaði eftir þessari uppskrift tvisvar í Bökunarmaraþoninu og hver einasta smákaka kláraðist. Úr hverri uppskrift fæ ég ca 30-40 kökur.
Ég mæli með því að þið leikið ykkur með það nammi sem þið setjið í þær en ég get sagt ykkur að þessi blanda af hvítu súkkulaði, Braki og lakkrís er dúndur!
Syndsamlega góðar Subway-smákökur
|
|
Hráefni
- 155g mjúkt smjör frá MS
- 1/2bolli púðursykur frá Kötlu
- 1/4bolli sykur
- 1pakki Royal-vanillubúðingur
- 1/4tsk vanilludropar frá Kötlu
- 1 Nesbú-egg
- 1 1/2bolli Kornax-hveiti
- 1/2tsk lyftiduft frá Kötlu
- 1/2tsk matarsódi
- 1/4tsk sjávarsalt frá Kötlu
- 50g hvítt Lindu-súkkulaði(saxað)
- 50g Brak frá Góu
- 50 g Appollo-lakkrís(skorinn í bita)
Leiðbeiningar
- Hitið ofninn í 180°C og setjið smjörpappír á ofnplötur.
- Blandið smjöri, púðursykri og sykri mjög vel saman. Bætið því næst vanillubúðingnum saman við.
- Bætið vanilludropum og eggi vel saman við.
- Blandið hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti vel saman í annarri skál og bætið því næst út í smjörblönduna.
- Blandið nammi varlega saman við með sleif eða sleikju.
- Raðið kökunum á plöturnar og bakið í 10-12 mínútur.