Já, þið lásuð rétt. Þessar smákökur eru alveg eins og smákökurnar á Subway sem nánast allir elska! Og þessi uppskrift er svo ofureinföld að það hálfa væri nóg.

Ég bakaði eftir þessari uppskrift tvisvar í Bökunarmaraþoninu og hver einasta smákaka kláraðist. Úr hverri uppskrift fæ ég ca 30-40 kökur.

Ég mæli með því að þið leikið ykkur með það nammi sem þið setjið í þær en ég get sagt ykkur að þessi blanda af hvítu súkkulaði, Braki og lakkrís er dúndur!


Syndsamlega góðar Subway-smákökur
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 180°C og setjið smjörpappír á ofnplötur.
  2. Blandið smjöri, púðursykri og sykri mjög vel saman. Bætið því næst vanillubúðingnum saman við.
  3. Bætið vanilludropum og eggi vel saman við.
  4. Blandið hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti vel saman í annarri skál og bætið því næst út í smjörblönduna.
  5. Blandið nammi varlega saman við með sleif eða sleikju.
  6. Raðið kökunum á plöturnar og bakið í 10-12 mínútur.

Umsagnir

Umsagnir