Könnukaka? Hm, meinarðu ekki bollakaka? Ó nei krakkar mínir! Það er komin ný kaka í þennan smábæ og hana tekur enga stund að töfra fram. Þetta er nefnilega kaka fyrir einn í könnu, jú eða bolla. Eða íláti á stærð við bolla sem þolir örbylgjuofn því jú, það þarf ekki einu sinni að kveikja á bakaraofni til að búa til þetta lostæti!
Sítrónukönnukaka
|
|
Hráefni
- 6msk Kornax-hveiti
- 4 msk sykur
- 1/4tsk lyftiduft
- 4 1/2msk léttmjólk
- 1 1/2msk ferskur sítrónusafi
- 1 1/2 msk olía
- rifinn sítrónubörkur
Glassúr
- 4-5 msk flórsykur
- 1msk ferskur sítrónusafi
- gulur matarlitur
Leiðbeiningar
- Blandið öllu vel saman nema sítrónuberkinum. Bætið honum síðan við og blandið vel saman í könnu sem þolir örbylgjuofn.
- Skellið í örbylgjuna í 1 1/2 - 2 mínútur. Leyfið kökunni að kólna lítið eitt áður en glassúrnum er bætt við.
- Blandið öllu sem á að vera í glassúrnum saman og hellið yfir kökuna.