Ég er ofboðslega svag fyrir ostakökum og þó ég segi sjálf frá þá er ég massa góð að búa þær til.

Hér kemur ein úr kollinum mínum sem þarf ekki einu sinni að baka – hve dásamlegt er það!?

Í botninn notaði ég kremkex og sá dóttir mín um að taka kremið af þeim áður en þær voru muldar í spað. Svo fattaði þessi fimm ára snillingur uppá svolitlu sniðugu – að skera kremið niður í kurl og nota það til að skreyta ostakökuna. Ekki bara flott heldur fáránlega bragðgott!

 

Ostakaka úr hvítu súkkulaði
Hráefni
Botn
Fylling
Leiðbeiningar
  1. Takið kremið af kexinu og myljið það í spað - hafið samt einhverja bita stóra. Bræðið smjör og blandið þessu tvennu saman og troðið því í botninn á kringlóttu formi.
  2. Blandið rjómaosti, flórsykri og vanilludropum vel saman.
  3. Bræðið hvíta súkkulaðið og leyfið því að kólna.
  4. Blandið hvíta súkkulaðinu vel saman við rjómaostablönduna.
  5. Blandið þeytta rjómanum varlega saman við.
  6. Skellið blöndunni yfir botninn og skreytið kökuna. Í þessu tilviki voru notaðir hvítir súkkulaðidropar ásamt fyrrnefndu kurli. P.s. mér finnst þessi best þegar hún er búin að vera í frysti í sirka hálftíma.

Umsagnir

Umsagnir