Ég er svo óendanlega sólgin í vatnsdeigsbollur að ég get borðað þær eintómar í massavís!

Því hef ég lagt mig fram um að fullkomna vatnsdeigsbollurnar mínar og passa bara að baka nógu mikið af þeim fyrir sjálfan bolludaginn.

Ég elska líka að leika mér með fyllingar, þó að þessi klassíska rjómi, sulta og súkkulaði klikki aldrei þegar að fátt annað virðist virka.

Hér fyrir neðan er mín uppskrift að fullkomnum vatnsdeigsbollum, sem og þrjár gómsætar fyllingar. Þeir sem hafa ekki áður bakað slíkar bollur mæli ég með að anda rólega, lesa uppskriftina vel og ekki hafa áhyggjur þó eitthvað klikki! Ég hef oft og mörgum sinnum klúðrað vatnsdeigsbollum og þó þær líti ekkert sérstaklega vel út svona flatar og aumar þá eru mistökin alveg jafn gómsæt og fullkomnar bollur.

Bolla, bolla, bolla!

Salthnetu- og karamellufylling:

Sítrónu- og jarðarberjafylling:

Lakkrís- og kókosfylling:


Bestu vatnsdeigsbollurnar + 3 æðislegar fyllingar
Hráefni
Vatnsdeigsbollur
Lakkrís- og kókosfylling
Leiðbeiningar
Vatnsdeigsbollur
  1. Hitið ofninn í 200°C á undir- og yfirhita. Setjið smjör og vatn í pott og bræðið yfir meðalhita. Náið upp suðu. Slökkvið síðan á hellunni og blandið hveiti og salt rösklega saman við þar til blandan hættir að festast við pottinn.
  2. Skellið í hrærivélaskál og kælið þar til hættir að rjúka úr deiginu þegar það er snert eða hrært.
  3. Pískið eggin, byrjið á sex eggjum ef þau eru mjög stór. Hafið hrærivélina í gangi og blandið eggjunum smátt og smátt saman við. Passið að hræra vel á milli til að sjá þykktina á deiginu. Það á að vera frekar stíft og glansandi.
  4. Sprautið bollum á smjörpappírsklædda ofnplötu eða notið skeið til að móta bollurnar. Bakið í 25 til 30 mínútur og alls ekki opna ofninn fyrr en eftir 20 mínútur svo bollurnar falli ekki.
Salthnetu- og karamellufylling
  1. Sprautið karamellusósu í botninn og rjóma ofan á. Skerið niður Twix og setjið ofan á rjómann. Lokið bollunni. Blandið saman mjólk, flórsykri og karamellusósu þar til þykkur karamelluglassúr verður til. Hellið ofan á bolluna.
Sítrónu- og jarðarberjafylling
  1. Hrærið Royal-búðing með sítrónubragði saman við 1/4 lítra mjólk og 1/4 lítra rjóma. Látið stífna. Fyllið bolluna með búðingnum og jarðarberjum. Dustið flórsykri ofan á.
Lakkrís- og kókosfylling
  1. Bræðið saman nokkrar bingókúlur og dreitil af rjóma. Fyllið bolluna með rjóma, 1/3 af kókosbollu og lakkrískurli. Lokið bollunni og hellið bingókúlusósunni yfir.

Umsagnir

Umsagnir