Ég elska Costco. Ég elska Costco svo mikið að ég skrifaði sér bloggfærslu um það á hinu blogginu sem ég sé um. Og eins og flestir þá elska ég jarðarberin úr Costco og finnst þau bara það besta sem ég hef smakkað. Það var því bara tímaspursmál hvenær Costco kakan myndi líta dagsins ljós hér á blogginu.

Það eru þrjár hetjur í þessari köku: Brúnka, eða brownie, fáránlegt vanillukrem og svo Costco jarðarberin. Þetta þrennt saman er eiginlega sturlað. Þessi kaka var allavega borðuð upp til agna strax, og meira að segja maðurinn minn sem fílar hvorki kökur né jarðarber hámaði hana í sig.

Costco kakan er mjög einföld og ætti hver sem er að geta vippað henni upp þegar gesti ber að garði. Og þó ég noti jarðarber, sem mér finnst passa fullkomlega með súkkulaði og vanillu, þá er hægt að leika sér með einhver önnur ber. Mér finnst hins vegar lykilatriði að hafa ber til að fullkomna þessa köku. En smekkur manna er misjafn þannig að ég hvet ykkur til að leika ykkur með þessa.

Í kremið notaði ég vanillubúðingsduft frá Royal, en nú er maðurinn minn búinn að heimta aðra útgáfu með karamellubúðing. Ég neyðist víst til að svara kallinu og baka Costco kökuna aftur. Æ, æ. Þvílíkt álag sem er sett á mig og mínar herðar!

Og þó að þetta sé hnausþykk súkkulaðikaka í grunninn þá finnst mér Costco kakan mér sumarleg og létt. Þannig að ef að þið eruð að leita að frábærri köku til að hafa í eftirrétt þegar gestir eru búnir að stútfylla sig af grillmat, þá er þetta kakan fyrir ykkur. Costco kakan er líka mjög drjúg og getur ein svona kaka verið nóg ofan í 10 manns, að minnsta kosti. Já, Costco er einfaldlega gjöf sem heldur áfram að gefa. Njótið vel og lengi!


Costco kakan: Súkkulaðikaka með guðdómlegu vanillukremi
Hráefni
Brúnka
Vanillukrem
Leiðbeiningar
Brúnka
  1. Hitið ofninn í 180°C. Nú getið þið annað hvort tekið til form sem er 18 sentímetra stórt eða 22 sentímetra. Ef þið veljið 18 sentímetra formið þá verður botninn þykkari, og þá er tilvalið að skera botninn í tvennt og búa til tvö lög með kremi á milli og ofan á. Ég valdi 22 sentímetra form og hafði kökuna einfalda. En munið að smyrja formið vel.
  2. Blandið olíu, vanilludropum, sykri og eggjum vel saman í lítilli skál og setjið til hliðar.
  3. Blandið öllum þurrefnunum vel saman í stórri skál og blandið síðan blautefnunum smátt og smátt saman við. Ekki hæra of mikið, þá verður brúnkan ekki dásamlega blaut og djúsí.
  4. Setjið deigið í form og bakið í sirka 20 mínútur (22 sentímetra form) eða 25-30 mínútur (18 sentímetra form). Kakan má vera aðeins blaut þegar hún er tekin úr ofninum. Leyfið kökunni alveg að kólna áður en hún er skreytt.
Vanillukrem
  1. Blandið sætri dósamjólk og vatni vel saman í skál.
  2. Hrærið vanillubúðingnum saman við og hrærið þar til blandan byrjar að þykkna, í um 1 mínútu. Setjið inní ísskáp.
  3. Þeytið rjómann. Takið búðingsblönduna úr ísskápnum og blandið rjómanum varlega saman við. Skellið þessu aftur inní ísskáp á meðan brúnkan kólnar.
  4. Skreytið brúnkuna með kreminu og fullt, fullt af jarðarberjum. Nammi namm!

Umsagnir

Umsagnir