Ég varð aðeins of æst þegar ég gerði kladdkökuna með Mars-i í síðasta mánuði þannig að ég hlóð í aðra kladdköku í þessum mánuði – nú með lakkrís.

Ég held að ég verði barasta að búa til kladdköku í hverjum einasta mánuði því það virðist ekki skipta máli hverju ég bæti við í hana – hún virkar alltaf!

Það er sama prinsipp og með síðustu kladdköku sem ég gerði – hún er klístruð þannig að ekki reyna að ná henni úr forminu. Borðið hana bara! Ókei?


Sænsk kladdkaka með lakkrís
Hráefni
Leiðbeiningar
Kaka
  1. Hitið ofninn í 200°C og smyrjið hringlaga form.
  2. Bræðið smjörið og setjði það til hliðar.
  3. Blandið saman eggjum, sykri, lakkrískökuskrauti og lakkrísdufti. Bætið smjörinu saman við og hrærið vel.
  4. Bætið þurrefnunum saman við eggjablönduna og hrærið þar til allt er orðið blandað saman.
  5. Hellið deigi í form og bakið í lægsta part ofnsins í 15 til 17 mínútur.
Krem
  1. Hitið rjómann og lakkríssírópið í potti eða örbylgjuofni þar til rjóminn byrjar að sjóða.
  2. Saxið súkkulaði og hellið rjómablöndunni yfir það. Leyfið þessu að standa í smá stund og hrærið síðan vel.
  3. Leyfið blöndunni að kólna aðeins áður en þið hellið henni yfir kalda kökuna. Skreytið síðan með lakkrískökuskrautinu.

Umsagnir

Umsagnir