Þetta eru ekki aðeins bestu trufflur í heimi heldur er þessi uppskrift svo auðveld að hver sem er getur slegið um sig í næsta saumaklúbbi eða matarboði og haft þessar á boðstólnum með kaffinu. En munið bara að þessar eru langbestar sama dag og þær eru búnar til og þær geymast ekki lengi í ísskáp.

Ég notaði minn eigin heimagerða lakkrís í þessar en auðvitað er lítið mál að kaupa lakkrís út úr búð – við Íslendingar eigum svo sannarlega nóg af honum!

Þessar trufflur gerðu svo mikla stormandi lukku á mínu heimili að ég held að ég verði að hlaða í þær aftur bráðum. Sem ég hata náttúrulega. Ég veit ekkert verra en að gúffa í mig sætindum #kaldhæðni.

Ég mana ykkur í að prófa þessar!


Bestu trufflur í heimi
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Saxið súkkulaðið og setjið það í skál sem þolir háan hita.
  2. Hitið rjómann og smjör í potti eða í örbylgjuofni þar til blandan byrjar að sjóða.
  3. Hellið rjómablöndunni yfir súkkulaðið og leyfið því að standa í nokkrar mínútur á meðan súkkulaðið bráðnar.
  4. Hrærið allt vel saman, setjið plastfilmu yfir súkkulaðiblönduna og geymið í ísskáp í að minnsta kosti fimm klukkustundir, eða yfir nóttu.
  5. Gerið litlar kúlur úr súkkulaðiblöndunni og stingið litlum lakkrísbita í miðjuna.
  6. Rúllið kúlunum upp úr lakkrísduftinu og þá eru trufflurnar tilbúnar.

Umsagnir

Umsagnir