Ég er í svo ógurlega miklu þjóðhátíðarstuði í dag að ég ákvað að hlaða í eina uppskrift sem er alls ekki neitt í anda þema mánaðarins. Þetta, dömur mínar og herrar, eru 17. júní-bollakökur. Uppskriftina fann ég fyrir mörgum árum í Gestgjafanum og er þetta ein af bollakökunum sem ég geri nánast fyrir hvert einasta mannamót sem ég ber ábyrgð á. Þær eru bara það góðar.

Ég lék mér með fánalitina í kreminu og notaði sömu aðferð og í sítrónubollakökunum – eina bláa rönd öðru megin í sprautunni og eina rauða rönd hinu megin. Gæti ekki verið einfaldara!


Þjóðhátíðarbollakökur
Leiðbeiningar
Kökur
  1. Hitið ofninn í 180 °C. Hrærið saman smjör og sykur í 4-5 mín.
  2. Bætið egginu út í og hrærið vel saman.
  3. Sigtið hveiti og matarsóda saman og bætið út í deigið. Blandið vanilludropum, múskati, banana og sýrðum rjóma út í og hrærið vel saman.
  4. Setjið pappírsform ofan í múffubakka og skiptið deiginu á milli formanna. Bakið í 20 til 25 mínútur.
Krem
  1. Hrærið smjör og flórsykur vel saman.
  2. Bætið vanillusykri og hlynsírópi út í hrærið vel saman. Svo er hægt að leika sér með matarlit líkt og ég gerði og sést á myndunum fyrir ofan.

Umsagnir

Umsagnir