Stundum gerist það. Að maður verður orðlaus yfir eigin snilld. Og er maður kyngir hverjum munnbita trúir maður hreinlega ekki að þetta lostæti hafi verið skapað af þessum mennsku, fábrotnu höndum.
Nú er hún að yfirselja litla köku gætuð þið hugsað. En nei. Þennan eftirrétt er ekki hægt að yfirselja. Hann er truflaður!
Sítrónubomba
|
|
Hráefni
Botn
- 2bollar Kornax-hveiti
- 225g mjúkt smjör
- 1/2bolli grófsaxaðar pekanhnetur
- 1/4bolli sykur
Rjómaostalag
- 400g mjúkur rjómaostur
- 1bolli flórsykur
- 1msk sítrónusafi
Búðingslag
- 2pakkar Royal-vanillubúðingur
- 1/2 sítróna
- 3 1/2bolli mjólk
- gulur matarlitur
Rjómalag
- 1peli rjómi
- 4msk flórsykur
- 1 tsk vanilludropar
Leiðbeiningar
- Hitið ofninn í 180°C. Blandið saman hveiti, smjöri, pekanhnetum og 1/4 bolla sykri.
- Setjið blönduna í ílangt form og bakið í 20 til 25 mínútur eða þar til botninn er gylltur. Leyfið botninum að kólna alveg.
- Hrærið rjómaost, flórsykur og sítrónusafa vel saman og deilið jafnt yfir botninn. Setjið inn í ísskáp.
- Hrærið vanillubúðingsduftið, mjólkina, safa úr hálfri sítrónu og gulan matarlit vel saman. Setjið yfir rjómaostalagið og aftur inn í ísskáp.
- Þeytið rjómann með vanilludropum og flórsykri og breiðið yfir búðinginn. Njótið!