Ég varð aðeins of æst þegar ég gerði kladdkökuna með Mars-i í síðasta mánuði þannig að ég hlóð í aðra kladdköku í þessum mánuði – nú með lakkrís.
Ég held að ég verði barasta að búa til kladdköku í hverjum einasta mánuði því það virðist ekki skipta máli hverju ég bæti við í hana – hún virkar alltaf!
Það er sama prinsipp og með síðustu kladdköku sem ég gerði – hún er klístruð þannig að ekki reyna að ná henni úr forminu. Borðið hana bara! Ókei?
Sænsk kladdkaka með lakkrís
|
|
Hráefni
Kaka
- 100g smjör
- 2 Nesbú-egg
- 270g sykur
- 2tsk lakkrískökuskraut(fékk það í Tiger)
- 3msk lakkrísduft frá Johan Bülow
- 130g Kornax-hveiti
- 4msk kakó
- smá salt
Krem
- 75g dökkt súkkulaði
- 75ml rjómi
- 3-4msk lakkríssíróp frá Johan Bülow
- lakkrískökuskraut(til að skreyta með)
Leiðbeiningar
Kaka
- Hitið ofninn í 200°C og smyrjið hringlaga form.
- Bræðið smjörið og setjði það til hliðar.
- Blandið saman eggjum, sykri, lakkrískökuskrauti og lakkrísdufti. Bætið smjörinu saman við og hrærið vel.
- Bætið þurrefnunum saman við eggjablönduna og hrærið þar til allt er orðið blandað saman.
- Hellið deigi í form og bakið í lægsta part ofnsins í 15 til 17 mínútur.
Krem
- Hitið rjómann og lakkríssírópið í potti eða örbylgjuofni þar til rjóminn byrjar að sjóða.
- Saxið súkkulaði og hellið rjómablöndunni yfir það. Leyfið þessu að standa í smá stund og hrærið síðan vel.
- Leyfið blöndunni að kólna aðeins áður en þið hellið henni yfir kalda kökuna. Skreytið síðan með lakkrískökuskrautinu.