Ég er nýflutt. Í Kópavoginn. Stað sem ég hélt að ég myndi aldrei búa á. En nú á ég pall og hund og risastóran garð þar sem rabarbari vex eins og honum sé borgað fyrir það.

Ég hef aldrei prófað að nota rabarbara í bakstur en ákvað að láta slag standa fyrst að sumarið er að verða búið og prófa það. Útkoman eru þessar ljúffengu múffur en leynihráefnið er brúnað smjör sem ég er algjör sökker fyrir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég brúna smjör en þið getið lesið um aðferðina hér.

Ég held að mesta hrós sem þessar múffur geta fengið sé að minn heittelskaði gúffaði þær í sig og heimtaði meira en hann er alveg ofboðslega lítill kökukall.


Rabarbaramúffur
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 190°C og takið til möffinsform.
  2. Brúnið smjörið (munið leiðbeiningarnar hér fyrir ofan). Leyfið því síðan að kólna í 10 mínútur.
  3. Blandið saman mjólk, eggjum og vanilludropum. Bætið síðan smjörinu við og hrærið vel saman.
  4. Blandið hveiti, sykri (fyrir utan 1 matskeiðina), lyftidufti og salti vel saman í annarri skál.
  5. Blandið smjörblöndunni vel saman við þurrefnablönduna.
  6. Blandið 1 matskeið af sykri saman við rabarbarann og blandið honum síðan varlega saman við deigið.
  7. Deilið deiginu í möffinsform. Bakið í 18 til 20 mínútur og leyfið kökunum að kólna lítið eitt.

Umsagnir

Umsagnir