Þegar ég ákvað að ég ætlaði að vera með Oreo-þema í janúar þá var það fyrsta sem ég vissi að ég þyrfti abasalút að gera væri einhver rosaleg, tryllt ostakaka.

Eftir nokkrar tilraunir datt ég niður á eina mögnuðustu ostaköku sem ég hef á ævi minni búið til. Lag af Oreo með hnetusmjörsbragði, lag af pekanhnetum, lag af karamellu, lag af ostaköku og svo súkkulaði til að kóróna allt saman.

Ég á ekki nógu sterk lýsingarorð til að lýsa því hve geggjuð þessi kaka er – hún hefur einfaldlega breytt lífi mínu. Þannig að ef þú elskar ostakökur þá ættirðu tvímælalaust að skella í þessa. Uppskriftin er svo einföld en kakan tekur smá tíma. Trúið mér – hún er vel þess virði og meira til!


Rosaleg Oreo-ostakaka með karamellu
Hráefni
Karamella
Súkkulaðibráð
Leiðbeiningar
Botn
 1. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið hringlaga bökunarform, sirka 18-20 sentímetra. Mér finnst líka gott að setja bökunarpappír í botninn til að gera það auðveldara að losa kökuna þegar hún er tilbúin.
 2. Myljið Oreo-kex í matvinnsluvél og blandið því saman við smjörið.
 3. Þrýstið Oreo-blöndunni í botninn á forminu og bakið í 10 mínútur.
 4. Dreifið pekanhnetum yfir botninn og leyfið honum að kólna.
Karamella
 1. Blandið smjöri og púðursykri saman í potti. Leyfið blöndunni að ná suðu yfir meðalhita og passið ykkur að hræra stanslaust.
 2. Lækkið hitann og leyfið blöndunni að malla í 10 mínútur, eða þangað til hún þykkist aðeins.
 3. Hellið karamellunni yfir pekanhneturnar og leyfið þessu að kólna í 1-2 klukkustundir inni í ísskáp.
Ostakaka
 1. Blandið öllum hráefnum vel saman og hellið yfir karamelluna. Kælið aftur í 1-2 klukkustundir í ísskáp.
Súkkulaðibráð
 1. Hitið mjólk eða rjóma í örbylgjuofni. Setjið súkkulaðið ofan í vökvann og leyfið því að sitja í 1 mínútu á meðan það bráðnar. Hrærið síðan vel þar til allt er blandað saman.
 2. Hellið súkkulaðinu yfir kökuna og skreytið með því sem þið viljið - ég notaði Oreo-kex og pekanhnetur.
 3. Skellið kökunni aftur í ísskáp í 1-2 klukkustundir, takið hana síðan úr forminu og berið fram.

Umsagnir

Umsagnir