Ég er ein af þessum óþolandi týpum sem fer á fullt um miðjan nóvember og verð búin að búa til tuttugu sortir af konfekti fyrir jólin áður en aðventan byrjar. Sorrí með mig!

Síðustu jól hef ég staðið sveitt í eldhúsinu og búið til konfekt sem ætlað er í gjafir, en auðvitað þarf ég að smakka aðeins of mikið til og er hálf bumbult langt fram í desember.

Að því sögðu, þá skellti ég í tvær nýjar týpur í gær þegar ég kom heim úr vinnunni – takk Guð fyrir að skapa iPad til að hafa ofan af fyrir litlum fingrum! Hér fyrir neðan er uppskriftin að annarri týpunni sem ég bjó til sem er Peanut Brittle, eða Hnetubrot á góðri íslensku.

Mig hefur lengi langað til að búa til Peanut Brittle, en það er vinsælt út um allan heim. Ég hins vegar fann bara uppskriftir þar sem hitamælir kom við sögu og nennti ekki slíku veseni. Svo loksins fann ég uppskrift þar sem gamli, góði öbbinn kemur sterkur inn og ákvað að prófa.

Útkoman er stökk karamella með salthnetum sem er rosalega erfitt að standast! Ég er búin að koma góssinu fyrir í poka inni í ísskáp en ég lofa ekki að þetta gotterí lifi yfir fyrsta sunnudag í aðventu.

Hnetubrot er bara dásamlegt – ég segi það og skrifa!


Jólakonfektið klárt á tíu mínútum
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Takið til ofnplötu eða stóran bakka og klæðið með smjörpappír. Takið til stóra glerskál sem þolir örbylgjuofn. Blandið salthnetum, sykri, ljósu sírópi og salti saman í skálinni.
  2. Setjið skálina inn í örbylgjuofn og blastið á fullum styrk í 6 til 7 mínútur. Á mínum öbba voru það sex, en blandan á að bubbla og vera fallega brún.
  3. Bætið vanilludropum og smjöri vel saman við og blastið á fullum styrk í 2 til 3 mínútur til viðbótar.
  4. Blandið matarsódanum strax saman við og hrærið vel. Passið ykkur því blandan á eftir að freyða vel þegar matarsódinn snertir hana.
  5. Hellið blöndunni í formið og leyfið henni að storkna í um hálftíma við stofuhita. Brjótið í bita og njótið, nú eða geymið.

Umsagnir

Umsagnir