Eins og þeir sem lesa þetta blogg vita þá er ég ekkert sérstaklega hrifin af sykurlausum lausnum. Hveiti, smjör og sykur í allri sinni dýrð er mín sérgrein.

En ég fékk einhverja löngun í einhvers konar hnetu- og döðlukúlur um daginn og týndi til það sem ég átti til í skúffum og skápum. Þannig fæddust þessar sykurlausu orkukúlur sem heppnuðust svona líka vel.

Það skemmdi heldur ekki fyrir að ungviðið á heimilinu, sem elskar dísætar kókoskúlur alla jafna, fílaði þessar hollustukúlur móður sinnar bara nokkuð vel. Það jafnast auðvitað ekkert á við „ekta“ kókoskúlur með sykri og smjöri, en meira um það síðar þegar ég set inn mína uppskrift að fullkomnum kókoskúlum.

Annar plús við svona einfalt gúmmulaði er að börnin geta tekið þátt að búa þetta til. Það þarf ekkert að skera neitt eða vesenast og því lágmarkslíkur á að nokkur meiði sig.

Skemmtið ykkur vel í orkukúlugerð!


Náttúrulega sætar orkukúlur
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Öll hráefni (fyrir utan það sem þú ætlar að velta kúlunum upp úr) sett í matvinnsluvél og vatn eftir þörfum. Blandan á að vera nógu blaut til að hægt sé að rúlla kúlur en ekki of blaut.
  2. Búið til kúlur úr blöndunni og rúllið upp úr því sem þið viljið - ég valdi að hafa nokkrar beint af kúnni, nokkrar með kókosmjöli og nokkrar með frostþurrkuðum jarðarberjum.
  3. Geymt í góðu íláti í ísskáp eða frysti.

Umsagnir

Umsagnir

This entry was posted in Konfekt.