Ó, ostakaka – við hittumst aftur. Mér finnst orðið alltof langt síðan ég hlóð í eina dásamlega ostaköku en þeir sem lesa bloggið vita að ég er mjög svag fyrir rjómaosti. Skiljanlega, rjómaostur er gjöf Guðanna!

En þessi ostakaka er á allt öðru leveli en aðrar ostakökur sem ég hef bakað. Hún er svo unaðslega góð að það er erfitt að hemja sig! Reyndar finnst mér alltaf mjög erfitt að hemja mig þegar rjómaostur er annars vegar en í þetta skiptið var það extra eftir. Það sem mig langaði að klára alla þessa köku ein!

Uppskriftin er rosalega einföld og ættuð þið að fara létt með þessa dásemd þó þið hafið aldrei bakað ostaköku. Ég hef trú á ykkur!

 

Ostakaka sem stelur senunni
Hráefni
Ostakaka
Mulningur
Leiðbeiningar
Botn
  1. Hitið ofninn í 180°C og takið til hringlótt form, sirka 20 sentímetra stórt.
  2. Blandið öllum hráefnum saman og þrýstið í botninn á forminu.
Ostakaka
  1. Blandið rjómaosti, eggjum, sýrðum rjóma, sykri og vanilludropum saman í skál og hellið yfir botninn.
  2. Blandið rifnum eplum og kanil saman og dreifið yfir ostakökuna.
Mulningur
  1. Blandið öllu vel saman í skál og myljið blöndunni yfir ostakökuna.
  2. Bakið í 40-45 mínútur. Leyfið kökunni að kólna við stofuhita og best er að skella henni síðan inn í ísskáp í ca klukkustund.

Umsagnir

Umsagnir