Í dag verður Gleðigangan gengin sem er viss hápunktur á Hinsegin dögum sem hafa verið síðustu vikuna.

Ég hef alltaf farið með dóttur mína sem er fimm ára í Gleðigönguna. Mig langar nefnilega að ala upp einstakling sem tekur fólki eins og það er, án fordóma. Einstakling sem þorir að vera hann sjálfur þó fólk fetti fingur út í það. Staðfasta, hjartahlýja og skynsama persónu. Og svo eru bara allir þessir litir og glimmer og gleði svo ofboðslega girnilegt.

Eins og þessar bollakökur sem ég bakaði í tilefni Hinsegin daga. Þær eru ekki bara lúkkið – þær eru líka sjúklega góðar. Og uppskriftin er að sjálfsögðu einföld. Tja, nema kannski kremskreytingin en hún er ekkert mál þegar þið eruð búin að prófa hana nokkrum sinnum. Ég lofa!

Gleðilega Gleðigöngu!


Trylltar hinsegin bollakökur
Leiðbeiningar
Kökur
  1. Hitið ofninn í 180 °C. Hrærið saman smjör og sykur í 4-5 mín.
  2. Bætið eggjum út í, fyrst öðru og svo hinu, og hrærið vel saman. Sigtið hveiti og matarsóda saman og bætið út í deigið.
  3. Blandið vanilludropum, múskati, banönum og sýrðum rjóma út í og hrærið vel saman.
  4. Setjið pappírsform ofan í múffubakka og skiptið deiginu á milli formanna. Bakið í 20-25 mín. Kælið kökurnar aðeins.
Krem
  1. Hrærið allt saman sem fer í kremið.
  2. Takið ykkur sprautu í hönd og gerið þunnar línur með mismunandi matarlit innan í sprautuna.
  3. Skellið kreminu í sprautuna og skreytið kökurnar.

Umsagnir

Umsagnir