Ég hef það fyrir venju að enda hvern mánuð á því lostæti sem stóð upp úr þennan mánuðinn. Og því enda ég þennan poppmánuð á einu því besta sem ég hef á ævi minni smakkað! Trúiði mér – þessir litlu, fallegu, dísætu bollar eiga eftir að gera lífið ykkar fimm hundruð prósent betra.

Það er pínu maus að búa þá til en vel þess virði. Ég ætla bara að leyfa myndunum að tala sínu máli og hvetja ykkur eindregið til að skella í þessar litlu dúllur!


Karamellu- og súkkulaðibollar úr himnaríki
Hráefni
Botn
Karamellufylling
Súkkulaðibráð
Leiðbeiningar
Botn
 1. Hrærið smjörið þar til það er létt og ljóst. Bætið sykri, möndlumjöli og vanilludropum vel saman við.
 2. Bætið egginu saman við og hrærið vel.
 3. Blandið hveiti og salti við og hrærið þar til allt er blandað saman - ekki hræra of lengi.
 4. Skiptið deiginu niður í 16 hluta og fletjið hvern hluta út í hring. Hér þurfið þið að setja hveiti á borðplötuna og kökukeflið svo deigið festist ekki við það.
 5. Setjið hringana á disk, þekið með plastfilmu og setjið inn í ísskáp í að minnsta kosti klukkustund. Best ef deigið fær að hvíla yfir nótt.
 6. Hitið ofninn í 180°C. Takið til múffuform úr stáli og spreyið það með bökunarspreyi.
 7. Hver hringur fer í eitt múffuform og þið verðið að þrýsta þeim vel í botninn og á alla kanta. Ef deigið molnar niður hafið þið ef til vill notað of mikið hveiti þegar þið voruð að fletja en það er allt í lagi. Klemmið það bara saman aftur með fingrunum.
 8. Bakið í 18 mínútur eða þar til botninn er orðinn gylltur að lit. Leyfið þessu að kólna alveg áður en þið takið þá úr forminu.
Karamellufylling
 1. Bræðið karamellur í rjómanum í örbylgjuofni í 30 sekúndur í senn. Þetta tekur um 2-3 mínútur.
 2. Deilið karamellufyllingunni í kökubollana og stráið smá sjávarsalti yfir hvern og einn.
 3. Setjið bollana inn í ísskáp og leyfið karamellunni að jafna sig í um klukkustund.
Súkkulaðibráð
 1. Grófsaxið súkkulaðið og setjið það í skál.
 2. Blandið rjóma og sykri saman í potti og látið blönduna sjóða yfir meðalhita.
 3. Um leið og blandan byrjar að sjóða takið þið pottinn af hellunni og hellið blöndunni ofan á súkkulaðið.
 4. Hrærið þar til súkkulaðið er bráðnað og bætið síðan smjörinu við og hrærið vel.
 5. Hellið bráðinni yfir karamellufyllinguna og skreytið með poppi.

Umsagnir

Umsagnir