Stundum er einfaldleikinn einfaldlega bestur og það á svo sannarlega við í þessari uppskrift.
Kökurnar gerast ekki mikið einfaldari en þessi en það er hins vegar enginn afsláttur gefinn af bragðinu sem er algjörlega stórkostlegt. Og þetta er ekta afmæliskaka ef þið spyrjið mig enda hlóð ég í þessa þegar stjúpsonurinn átti afmæli fyrir ekki svo löngu síðan.
Hér má alveg sleppa M&M eða skipta því út fyrir eitthvað annað en það má alls, alls, alls ekki skipta Oreo út því Oreo er náttúrulega guðsgjöf og gerir þessa köku að því sem hún er.
Ekta Oreo-afmæliskaka
|
|
Hráefni
- 115g bráðið smjör
- 1 stórt Nesbú-egg
- 1bolli púðursykur
- 1msk vanillludropar
- 1bolli Kornax-hveiti
- 1/2tsk salt
- 18 Oreo-kex, grófsöxuð
- 1/2bolli M&M
Leiðbeiningar
- Hitið ofninn í 180°C og smyrjið ferhyrnt, 20 sentímetra form.
- Bræðið smjörið og leyfið því að kólna aðeins áður en þið blandið því saman við eggið.
- Blandið síðan púðursykri og vanilludropum vel saman við.
- Blandið síðan hveitinu og saltinu við en passið ykkur að hræra þessu ekki of vel saman, rétt eins og um brúnkur ræðir.
- Blandið Oreo og M&M saman við en geymið nokkrar Oreo-kökur og smá M&M til að skreyta kökuna með.
- Hellið deiginu í formið og skreytið með restinni af Oreo og M&M.
- Bakið í 18 til 20 mínútur og leyfið kökunni að kólna lítið eitt áður en þið berið hana fram.