Stundum þarf maður bara eitthvað einfalt og látlaust, sem bráðnar í munni og gerir daginn aðeins betri.

Líkt og allir þurfa skothelda uppskrift að súkkulaði- eða vanilluköku, nú eða bæði, þá finnst mér algjört möst að eiga skothelda uppskrift að dúnmjúkri gulrótarköku með leikandi léttu rjómaostakremi og dass af gleði.

Þessi gulrótarkaka er, eins og myndirnar sýna, aaaafar látlaus – kannski of látlaus miðað við mig. En góð er hún! Virkilega, virkilega góð.

Þannig að ef þið viljið eitthvað öruggt, eitthvað einfalt, eitthvað sem slær alltaf í gegn þá mæli ég með þessari dásemdardúllu.

Góða gulrótardaga!


Einföld og látlaus gulrótarkaka
Hráefni
Botnar
Krem
Leiðbeiningar
Botnar
  1. Hitið ofninn í 165°C og takið til 2 sirka 20 sentímetra stór, hringlaga form. Hér er auðvitað líka hægt að baka litla skúffuköku. Smyrjið formin/ð.
  2. Blandið hveiti, sykri, matarsóda, kanil, múskati og salti vel saman í stórri skál.
  3. Bætið olíu saman við og síðan eggjum, einu í einu. Síðan er mjólkinni blandað saman við og öllu blandað vel saman.
  4. Bætið gulrótum og kókosmjöli vel saman við. Sumir vilja hafa hnetur í sínum gulrótarkökum og finnst mér það alveg ágætt. Mig langaði samt að hafa þessa mjög einfalda og látlausa og því sleppti ég hnetunum. Ef þið viljið hnetur þá er þeim bætt saman við hér.
  5. Skiptið deiginu á milli formanna og bakið í 50-60 mínútur. Leyfið botnunum að kólna áður en kremið er sett á.
Krem
  1. Þeytið rjómaost, vanilludropa og smjör vel saman þar til blandan er létt og ljós.
  2. Bætið flórsykri út í smátt og smátt og smakkið til þar til fullkomið krem leikur um skálina.
  3. Skreytið kökuna og njótið - þessi er ómótstæðileg!

Umsagnir

Umsagnir

This entry was posted in Kökur.