Ég hef haft aðeins meiri tíma en vanalega til að leika mér í eldhúsinu eftir að ég ákvað að hætta í vinnunni minni. Mjög gáfulegt, ég veit.

Í þessum eldhúsleik hefur ýmislegt fæðst – bæði hefðbundið og óhefðbundið. Þessar bollakökur eru meðal þess hefðbundna en þær eru gjörsamlega ómótstæðilegar þó þær láti lítið fyrir sér fara.

Ef þið elskið súkkulaði og hnetusmjör þá eru þetta kökurnar fyrir ykkur!


Súkkulaðikökur með silkimjúku hnetusmjörskremi
Hráefni
Kökur
Hnetur
Leiðbeiningar
Kökur
 1. Hitið ofninn í 180°C og takið til 12-14 möffinsform.
 2. Blandið hveiti, púðursykri, kakó, matarsóda og lyftidufti vel saman í skál.
 3. Bætið eggjum saman við, einu í einu og því næst olíu og jógúrti.
 4. Blandið vatninu varlega saman við þar til allt er blandað saman og loks er vanilludropum blandað saman við.
 5. Deilið deiginu á milli formanna og bakið í 20 mínútur. Leyfið kökunum að kólna áður en kremið fer á.
Krem
 1. Þeytið smjör og rjómaost mjög vel saman þar til blandan er létt og ljós.
 2. Blandið síðan hnetusmjörinu vel saman við þar til blandan er kekkjalaus.
 3. Loks er flórsykri og vanilludropum bætt saman við og kökurnar skreyttar.
Hnetur
 1. Hitið pönnu yfir meðalhita og setjið öll hráefnin á pönnuna.
 2. Hrærið stanslaust í blöndunni í um 5 mínútur, eða þar til allur sykur hefur bráðnað og hneturnar huldar í blöndunni.
 3. Þá er blöndunni skutlað á smjörpappírsklæddan flöt eða bakka og gaffall notaður til að aðskilja þær. Þær eru síðan látnar kólna, saxaðar í bita og notaðar til að skreya bollakökurnar.

Umsagnir

Umsagnir