Ég elska það aðeins of mikið að baka snúða. Ég elska ekki aðeins að baka þá heldur er það sérstakt áhugamál há mér að háma þá í mig líka.
Ég á uppskrift að bestu kanilsnúðum í heimi, sem ég baka mjög reglulega, en stundum þarf maður aðeins að ögra sér og búa til eitthvað nýtt.
Ég er sérstök áhugamanneskja um hvernig má nota Royal-búðing í bakstur og hef notað þann klassíska búðing í snúða áður, eins og þið sjáið hér að ofan í heimsins bestu kanilsnúðum. Ég hef einnig notað karamellubúðinginn frá Royal í fyllingu í snúða (sjá hér) en nú er komið að vanillubúðing.
Í stuttu máli þá kláruðust þessir snúðar strax! Ókei, ég kláraði bróðurpartinn af þeim… en samt!
Njótið fallegu snúðarnir mínir!
Brioche-snúðar með vanillubúðingi og pekanhnetum
|
|
Hráefni
Deig
- 2 1/4tsk þurrger
- 1bolli nýmjólk(volg)
- 4msk sykur
- 3 3/4 - 4bollar hveiti
- 1tsk sjávarsalt
- 2 Nesbú-egg(við stofuhita)
- 1tsk vanilludropar
- 90g mjúkt smjör
Búðingur
- 1pakki Royal-vanillubúðingur
- 250ml mjólk
- 150ml rjómi
Fylling
- 3/4bolli púðursykur
- 1/2bolli pekanhnetur(saxaðar)
- 1 Nesbú-egg(hrært saman við 1 msk af vatni)
Leiðbeiningar
Deig
- Blandið geri, mjólk og 2 matskeiðum af sykri saman og leyfið þessu að standa í 10-15 mínútur eða þar til blandan freyðir.
- Blandið hveiti, salti og restinni af sykrinum saman í stórri skál. Bætið eggjum, vanilludropum og gerblöndunni saman við. Blandið í 2-3 mínútur á lágum styrk og síðan í 10 mínútur á háum styrk.
- Lækkið stykinn og bætið smjörinu saman við, smá bita í einu þar til allt er vel blandað saman - þetta tekur 3-4 mínútur. Blandið síðan í 5 mínútur til viðbótar.
- Setjið plastfilmu yfir skálina og leyfið deiginu að hefast í 1 til 1 og hálfan klukkutíma.
Búðingur
- Blandið öllu vel saman og geymið í ísskáp á meðan að deigið hefast.
Fylling og bakstur
- Hitið ofninn í 180°C og smyrjið meðalstórt eldfast mót.
- Fletjið deigið út. Dreifið úr búðingnum á deigið, en ég notaði ekki alveg allan búðinginn - það er matsatriði.
- Dreifið púðursykri og pekanhnetum yfir búðinginn og rúllið deiginu upp. Skerið í jafnstóra snúða og raðið í eldfasta mótið. Leyfið snúðunum að hvíla undir klút í 10-15 mínútur. Penslið síðan með eggjablöndunni og bakið í 35 til 45 mínútur. Leyfið snúðunum að kólna lítið eitt áður en hámið hefst.