Þessa bakaði ég klukkan 4 um nóttina í Bökunarmaraþoninu, einfaldlega út af því að þeir þurfa mikla ást og hefingu til að heppnast. En þeir eru svo sannarlega biðarinnar virði!

Ég er alveg á því að þetta séu bestu kanilsnúðar í heimi og það sem styrkir þessa trú mína er fullt af fólki í kringum mig, bæði kunningjar og bláókunnugt fólk, sem segir það sama.

Leynihráefnið hér er vanillubúðingsduft sem gerir þessa snúða svo dúnmjúka og dásamlega að það hálfa væri nóg! Þið verðið að prófa þessa.


Heimsins bestu kanilsnúðar
Leiðbeiningar
  1. Hitið rjómann. Setjið öll hráefnin sem eiga heima í snúðunum í skál og hellið rjómanum yfir. Hnoðið vel saman.
  2. Stráið hveiti yfir deigið, breiðið yfir það klút og látið það hefast þar til það hefur tvöfaldast.
  3. Setjið deigið á borðflöt sem búið er að strá hveiti á og fletjið út eins þunnt og þið mögulega getið.
  4. Smyrjið deigið með smjöri og stráið púðursykri og kanil.
  5. Rúllið deiginu upp og skerið í bita. 

  6. Setjið klút yfir snúðana og leyfið þeim að hefast aftur. 

  7. Hitið ofninn í 200°C og bakið snúðana í um 15 mínútur.

Umsagnir

Umsagnir