Já, þetta er alveg jafn dásamlegt og það hljómar! Þessar vöfflur eru algjör eðall um helgar ef maður er pínulítið ryðgaður eftir aðeins of skemmtilegt kvöld kvöldið áður.
Ég notaði dökkan bjór, stout, í þessar og mér finnst það algjört möst en þið getið auðvitað leikið ykkur með bjórinn. Og svo vil ég mæla með að þið gerið tvöfalda uppskrift af pekanhnetunum. Ég á erfitt með að klára ekki eina porsjón og eru þær oftar en ekki næstum því búnar þegar gestirnir komar. Þær eru bara of góðar!
Bjórvöfflur með viskírjóma og pekanhnetum
|
|
Hráefni
Sykraðar pekanhnetur
- 1/2bolli vatn
- 1/2 bolli sykur
- 1 bolli pekanhnetur
- smá púðursykur
Vöfflur
- 2 1/4bolli Kornax-heilhveiti
- 2tsk lyftiduft
- 2tsk matarsódi
- smá sjávarsalt
- 2 Nesbú-egg
- 3msk hlynssíróp
- 75g bráðið smjör
- 1/2bolli sýrður rjómi
- 1/4bolli mjólk
- 1bolli Garún bjór frá Borg brugghúsi
Viskírjómi
- 1/2bolli rjómi
- 1msk sykur
- 1/4tsk vanilludropar
- 2msk Bulleit Bourbon viskí
Leiðbeiningar
Sykraðar pekanhnetur
- Hitið ofninn í 175°C og setjið smjörpappír á ofnplötu.
- Setjið vatn og sykur í pönnu og hitið yfir meðalhita. Hrærið stanslaust í blöndunni þar til sykurinn hefur algjörlega leysts upp.
- Blandið pekanhnetunum saman við sykursírópið og látið malla í 6 mínútur.
- Raðið pekanhnetunum á ofnplötuna og reynið að lágmarka sykursírópið sem fer með. Það á nánast allt að vera eftir á pönnunni.
- Setjið inn í ofn í 10-12 mínútur og stráið síðan smá púðursykri yfir hneturnar um leið og þær koma út úr ofninum.
Vöfflur
- Blandið þurrefnum vel saman í einni skál og restinni af hráefnunum saman í annarri skál.
- Blandið þurrefnum varlega saman við restina af hráefnunum og hrærið vel saman.
- Bakið vöfflurnar í vöfflujárni. Á mínu eru hitastillingar frá 1 og upp í 5 og stillti ég á ca 4,5.
Rjómi
- Hrærið allt vel saman þar til rjóminn er stífþeyttur. Berið fram með vöfflunum og pekanhnetunum.