Mitt uppáhaldsskot í öllum heiminum er Töfrateppi. Það er bara of gott og er stórhættulegt þegar við vinkonurnar byrjum að raða þessu ofan í okkur. Töfrateppi er blanda af Amaretto og Magic og bragðast þetta eins og nammi. Þess vegna er þetta svona hættulegt. Maður getur drukkið þetta endalaust og skemmt sér konunglega en aukaverkanirnar daginn eftir eru allt annað en skemmtilegar. Trúiði mér – þetta veit ég.

Mig langaði að baka eitthvað með Amaretto en þó ekki með jafn miklu magni og er í 10 Töfrateppum (ekki dæma mig fyrir að stúta 10 Töfrateppum, plís!).

Ég ákvað að fara í klassíkina – Hjónabandssælu. Svolítið djarft þar sem móðir mín getur nánast bakað þessa köku blindandi en samt verður hún langtum betri en allar aðrar Hjónabandssælur. Ég vissi að ég gæti aldrei náð þeim kalíber en kom sjálfri mér á óvart og náði að komast ansi nálægt snilld móður minnar.

Þessi uppskrift er ofureinföld og kakan er algjör unaður. Stökkur botn og dúnmjúk sultufylling – alveg eins og þetta á að vera. Nema bara með smá Amaretto sem lyftir kökunni á hærra plan.


Hjónabandssæla með Amaretto
Hráefni
Botn
Fylling
Leiðbeiningar
Botn
  1. Hitið ofninn í 180°C og takið til hringlaga form, sirka 20 sentímetra stórt. Smyrjið það vel.
  2. Blandið þurrefnum vel saman í skál. Blandið síðan smjöri, sykri, púðursykri og möndludropum saman í annarri skál.
  3. Blandið smjörblöndunni saman við þurrefnin - hér er gott að hnoða á lokametrunum.
  4. Takið helminginn af deiginu og þrýstið í botninn og upp með hliðunum á forminu. Bakið í 12-14 mínútur. Leyfið botninum að kólna í 15-20 mínútur en ekki slökkva á ofninum.
Fylling
  1. Setjið hindberin í skál og látið þau liggja í Disaronno Amaretto í 20 mínútur.
  2. Smyrjið sultunni yfir botninn og stráið síðan hindberjunum yfir en passið að vökvinn af þeim fylgi ekki með.
  3. Myljið hinn helminginn af deiginu yfir berin og bakið í 30-32 mínútur.

Umsagnir

Umsagnir