Jæja gott fólk. Hérna kemur uppskrift að köku sem er svo fáránlega einföld að jafnvel hundurinn minn gæti hlaðið í hana á slæmum degi.
Og ef þið farið eftir leiðbeiningunum verður hver sneið eins og að borða ský – með smjörklípu og sykri. Er það ekki annars það sem við erum öll að leita eftir?
Ofureinföld kaka með sítrónukremi
|
|
Hráefni
- 225g smjör
- 1bolli vatn
- 2 1/4bollar hveiti
- 1bolli sykur
- 2 egg
- 1/2bolli sýrður rjómi
- 1/2tsk möndludropar
- 1/2tsk vanilludropar
- 1tsk matarsódi
- 1tsk salt
Krem
- 1bolli mjólk
- 5msk hveiti
- 20msk sykur
- 1 sítróna
- 225g mjúkt smjör
- gulur matarlitur(ef vill)
Leiðbeiningar
- Hitið ofninn í 180°C og smyrjið form sem þið viljið nota. Skellið smjöri og vatni í pott og leyfið að sjóða yfir miðlungshita.
- Hrærið hveiti og sykur saman og bætið því næst eggjum, sýrðum rjóma, möndludropum, vanilludropum, matarsóda og salti saman við.
- Blandið smjörblöndunni varlega saman við hveitiblönduna. Deigið á alls ekki að vera mjög þykkt. Bakið í 17 til 22 mínútur og kælið svo kökuna.
Krem
- Setijð mjólk, hveiti og sykur í pott og hrærið stanslaust í blöndunni yfir miðlungshita.
- Þegar blandan byrjar að sjóða leyfið henni þá að malla í 7 mínútur í viðbót en ekki gleyma að hræra stanslaust. Eftir 7 mínútur er blandan orðin þykk og flott.
- Takið blönduna af hellunni og bætið safa úr hálfri eða einni sítrónu saman við - allt eftir smekk. Hér er líka hægt að nota sítrónudropa. Kælið blönduna alveg í ísskáp.
- Þegar blandan er orðin köld er smjörinu hrært saman við í nokkrar mínútur eða þar til blandan er farin að líkjast þeyttum rjóma. Hér má bæta við gulum matarlit til að gera kremið aðeins gulara. Skreytið kökuna og skreytið að vild - jafnvel með sítrónuberki.