Ég hef aldrei verið sérstaklega hrifin af því að nota ávexti í bakstur – kannski út af því að maður er skaðbrenndur af endalausum frómas með dósaávöxtum sem manni voru gefnir við minnsta tilefni í æsku.

En ég er öll að koma til og þessi baka er gott dæmi um það. Hún er fersk, hún er sumarleg og hún er afar einföld – alveg eins og ég vil hafa það.


Mangóbaka með myntulaufum
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 190°C. Blandið hveiti, sykri og salti saman í skál.
  2. Skerið smjörið í litla bita og hnoðið því saman við hveitiblönduna. Því næst er egginu bætt saman við.
  3. Kælið blönduna þar til ofninn er orðinn heitur. Smyrjið form og setjið deigið í það. Stingið göt í deigið með gaffli og bakið í 10 til 15 mínútur.
Fylling
  1. Þeytið eggin í potti. Maukið mangóið í matvinnsluvél.
  2. Bætið mangómaukinu, hvíta súkkulaðinu og safa úr hálfri sítrónu saman við eggin og hitið yfir meðalháum hita.
  3. Leyfið blöndunni að malla í nokkrar mínútur og kælið hana síðan.
  4. Hellið kaldri blöndunni yfir kaldan botninn og skreytið með myntulaufum.

Umsagnir

Umsagnir