Það er nauðsynlegt að stíga út fyrir þægindarammann einstöku sinnum og þessi eftirréttur er gott dæmi um það þegar Lilja tekst á við eitthvað sem er henni gjörsamlega framandi.

Jú, ég hafði oft heyrt um panna cotta en aldrei þorað að leggja í það – hélt að það væri svo ofboðslega flókið. En eins og með allt er hægt að fara flóknu leiðina og það er hægt að fara einföldu leiðina. Þetta er sú einfalda dúlludúskarnir mínir.


Panna Cotta með kókos og mangó
Hráefni
Mangóhlaup
Leiðbeiningar
  1. Setjið kókosmjólk, rjóma og sykur í pott og hitið yfir meðalháum hita. Hrærið þar til sykurinn leysist upp en blandan þarf ekki að sjóða.
  2. Á meðan blandan er að hitna setjið þið matarlímsblöðin í bleyti í köldu vatni í nokkrar mínútur.
  3. Takið pottinn af hellunni. Vindið matarlímsblöðin og hrærið þeim saman við þar til þau hafa leysts upp.
  4. Hellið blöndunni í skálar eða glös. Ég hellti í þrjú mjög stór glös. Kælið í ísskáp í að minnsta kosti fjóra klukkutíma.
Mangóhlaup
  1. Setjið mangómauk og sykur í pott og leyfið að sjóða yfir meðalháum hita. Ég keypti mangómauk í asískri matvöruverslun í Skeifunni en það er vel hægt að bara skella vel þroskuðu mangói í matvinnsluvél í staðinn.
  2. Setjið matarlímsblaðið á meðan í bleyti í köldu vatni í nokkrar mínútur.
  3. Takið mangóblönduna af hellunni og blandið matarlíminu vel saman við.
  4. Hellið blöndunni yfir kalda panna cotta og kælið í um tvo klukkutíma. Skreytið með kókosflögum eða -mjöli.

Umsagnir

Umsagnir