Kornax bað mig um að töfra fram heilhveitivöfflur í hollari kantinum þar sem janúar er heilhveitimánuður hjá fyrirtækinu.

Ég tók þeirri áskorun þó það væri ekki alveg í mínum anda að sleppa sykrinum en hér er afraksturinn. Og þið verðið að trúa mér þegar ég segi að þessar vöfflur eru alveg sjúklega góðar!


Heilhveitivöfflur með karamellueplum
Hráefni
Vöfflur
Karamelluepli
Sætur rjómaostur
Leiðbeiningar
Vöfflur
  1. Blandið öllum þurrefnum saman í skál og setjið til hliðar.
  2. Blandið olíu, eggjum, mjólk, smjöri, vanilludropum og sýrðum rjóma vel saman í annarri skál.
  3. Blandið þurrefnunum varlega saman við og passið að hræra ekki of vel saman, bara rétt þangað til allt er búið að blandast.
  4. Skellið í vöfflujárnið og búið til karamellueplin á meðan vöfflurnar bakast.
Karamelluepli
  1. Bræðið smjör og púðursykur saman á pönnu yfir meðalhita.
  2. Þegar blandan byrjar að sjóða hellið þið rjómanum saman við og slökkvið á hellunni.
  3. íðan blandið þið vanilludropunum saman við og loks er eplunum velt upp úr blöndunni.
  4. Leyfið þessu að malla á heitri hellunni (ekki kveikja samt aftur á henni) á meðan þið gerið vöfflurnar, eða þar til eplin eru orðin mjúk viðkomu.
Sætur rjómaostur
  1. Blandið öllum hráefnum vel saman og berið fram með vöfflunum og eplunum.

Umsagnir

Umsagnir