Þegar ég held barnaafmæli þá baka ég alltaf alltof, alltof, alltof mikið – einfaldlega út af því að mér finnst það svo gaman!

Sama sagan var núna í janúar þegar frumburður minn fagnaði þeim merkilega áfanga að verða sex ára. Þá kom ekkert annað til greina en að bjóða öllum krökkunum í leikskólahópnum og vandaði ég mig við að hafa veitingarnar fallegar, skemmtilegar og góðar.

Ég fjárfesti í ætilegum pennum sem fást í kökubúðum, einn bleikan og einn svartan, og fékk afmælisbarnið með mér í lið að gera sykurpúðakanínur. Þetta var skemmtilegasta verkefnið fyrir afmælið og eitthvað sem við mæðgurnar gátum gert saman og skemmtum okkur konunglega.

En ég bjóst ekkert við því að þetta myndi slá í gegn en ég hef aldrei haft jafn rangt fyrir mér. Þessar tuttugu og eitthvað sykurpúðakanínur kláruðust liggur við áður en afmælissöngurinn var búinn og því mæli ég hundrað prósent með þessum dúllum.


Sætar sykurpúðakanínur
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Takið til allt sem þarf og bræðið svo 1/3 af hvíta súkkulaðinu.
  2. Dýfið endanum á pinnunum í súkkulaðið og stingið þeim síðan inn í sykurpúða í venjulegri stærð.
  3. Hér er gott að hafa frauðplast við höndina til að stinga pinnunum í til að leyfa súkkulaðinu að storkna.
  4. Bræðið restina af súkkulaðinu.
  5. Dýfið litlum sykurpúðum í súkkulaðið og festið tvo ofan á hvern stærri sykurpúða (fyrir eyru). Leyfið súkkulaðinu aftur að storkna (ekki hafa áhyggjur, það tekur enga stund).
  6. Hóið börnunum saman og leyfið þeim að búa til skemmtileg andlit á kanínurnar með ætilegu pennunum.

Umsagnir

Umsagnir