Jæja, sæt dósamjólk – We meet again! Ó, hve heitt ég elska þig mín kæra!

Þessar karamellur eru svo fáránlega einfaldar og stór plús er að það þarf bara nokkur hráefni til að skella í þessar dásemdir. Enn og aftur nota ég sæta dósamjólk sem mér finnst algjört möst í karamellugerð og enn og aftur mæli ég með að þið heimsækið asískar matvöruverslanir til að kaupa mjólkina góðu.

Popp spilar hér stóra rullu og þið megið alls ekki sleppa því en hneturnar mega alveg sitja hjá í þetta sinn ef þið viljið.


Truflaðar poppkaramellur
Leiðbeiningar
  1. Bræðið saman súkkulaði, mjólk og smjör yfir meðalhita þar til allt er vel blandað saman.
  2. Hrærið síðan poppi, hnetum og vanilludropum saman við.
  3. Setjið smjörpappír í kassalaga form, sirka 20 sentímetra langt, og hellið blöndunni ofan í.
  4. Leyfið blöndunni að jafna sig í ísskáp í sirka klukkustund og skerið síðan í bita.

Umsagnir

Umsagnir