Sumum finnst leiðinlegt að baka. Sumum finnst það erfitt og eiga í haturssamband við bakaraofninn sinn. Ég vil því kynna þetta fólk fyrir Mars-kúlunum mínum því jú, þær þarf ekki einu sinni að baka.

Í þessari uppskrift eru bara fjögur hráefni og er þetta tilvalinn eftirréttur eftir stóra máltíð – svona þegar mann vantar bara eitthvað örlítið sætt í tilveruna – ekki heila kökusneið.


Truflaðar Mars-kúlur
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Setjið kexið í matvinnsluvél og myljið það. Ég persónulega vill hafa nokkra stóra bita með mylsnunni en það er matsatriði.
  2. Bætið kakói og mjólk út í og hrærið vel.
  3. Skerið niður Mars í litla bita. Búið til kúlur úr kexblöndunni og troðið einum Mars-bita í miðjuna á hverri.
  4. Ef þið viljið poppa kúlurnar upp mæli ég með að velta þeim upp úr kökuskrauti. Best er að geyma þessar inni í ísskáp.

Umsagnir

Umsagnir