Já, þessi titill segir eiginlega allt sem segja þarf. Ég meina – þarf eitthvað meira í lífið en súkkulaði, saltkaramellu og rjóma? Það hélt ég ekki!

Þessi kaka fæddist algjörlega óvænt einn daginn. Ég átti von á fólki í mat og ætlaði fyrst að gera eitthvað ofureinfalt, bara hræra í eina brúnku og málið dautt. En síðan fór ég að leika mér. Langaði að gera mokka súkkulaðiköku með smá kaffibragði. Langaði ekki að setja á hana smjörkrem eða slíkt heldur eitthvað léttara. Langaði samt að hafa karamelluívaf.

Þessi kaka er rosalega einföld. Maður þarf lítið að hafa fyrir henni, sem er fullkomið þegar maður er með stórt heimili og hefur ekki endalausan tíma til að skipuleggja matarboð.

Í rjómann ofan á notaði ég mjög umdeildan Royal-búðing, þennan nýjasta með saltkaramellubragði. Ég hafði lesið alls kyns neikvæðar athugasemdir um hann á netinu og bara neitaði að trúa því að hann væri svo slæmur. Þannig að ég prófaði að setja smá af honum út í rjómann og: Guð. Minn. Góður. Kannski er þessi búðingur ekkert spes einn og sér, hver veit, en dass af honum í rjóma ofan á djúsí súkkulaðiköku er guðdómlegt! Tala nú ekki um stökku saltkaramellu-súkkulaðiflögurnar úr Costco sem ég notaði til að skreyta kökuna með. Þær eru ómissandi líka!

Njótið þessarar himnesku köku á þessum skrýtnu tímum!


Súkkulaðikaka með saltkaramellu rjóma
Hráefni
Kakan
Leiðbeiningar
Kakan
  1. Hitið ofninn í 180°C og takið til sirka 18-20 sentímetra stórt form. Klæðið það með smjörpappír og smyrjið hliðarnar.
  2. Blandið þurrefnum vel saman í skál. Bætið eggjum, mjólk og olíu vel saman við. Blandið síðan kaffinu saman við á meðan það er enn heitt.
  3. Hellið í formið og bakið í 45 mínútur. Látið kólna alveg áður en skreytt er með rjóma.
Kremið
  1. Þeytið rjómann aðeins og bætið síðan flórsykri og búðingsduftinu út í. Stífþeytið og smakkið til. Hér má alveg bæta meira af búðingi saman við.
  2. Blandið síðan karamellusósu saman við varlega og hrærið með sleif eða sleikju.
  3. Skreytið kökuna og reynið síðan að klára hana EKKI upp til agna - það verður erfitt!

Umsagnir

Umsagnir

This entry was posted in Kökur.