Sérstakt áhugamál mitt er að endurgera frægt nammi heima í eldhúsinu, til dæmis Daim-súkkulaði, sem ég gjörsamlega dýrka. Það er lítið mál að búa til Daim heima fyrir, eins og þið sjáið á meðfylgjandi uppskrift.

Þessa uppskrift er að finna í bókinni minni, Minn sykursæti lífsstíll, ásamt fjölmörgum öðrum gómsætum uppskriftum, en í bókinni er heill kafli sem tileinkaður er heimagerðu nammi.

Sjá einnig: Heimagerðar Dumle karamellur.

Ég safnaði fyrir prentun á bókinni minni á Karolina Fund og rest var sjálfboðavinna. Minn yndislegi eiginmaður hannaði bókina og braut hana um, ég bakaði eins og vindurinn og yndislegi ljósmyndarinn Sunna Gautadóttir tók allar myndirnar.

Þeir sem elska Daim-súkkulaði ættu að lesa þessa uppskrift vel og vandlega, við að sér hráefnum og taka svo af skarið því þetta súkkulaði er gjörsamlega dásamlegt! Alveg Daim-alausar (sorrí með mig)!

Gangið hægt inn um gleðinnar dyr og njótið hvers bita!

Heimagert Daim-súkkulaði
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Takið til kassalaga form sem er um 20×20 sentimetra stórt. Úðið það með bökunarspreyi og klæðið með smjörpappír.
  2. Setjið smjör, sykur og síróp í pott yfir meðalháum hita þar til allt er bráðnað saman. Hrærið af og til í blöndunni svo hún brenni ekki við.
  3. Náið upp suðu og lækkið síðan hitann. Leyfið þessu að sjóða í fimm mínútur og hrærið stanslaust svo blandan brenni ekki við. Við viljum að sykurinn leysist upp og að liturinn verði dökkbrúnn.
  4. Bætið möndlunum út í og latið malla í um mínútu í viðbót.
  5. Takið pottinn af hellunni og dreifið í formið. Sléttið úr blöndunni með sleikju og látið kólna í að minnsta kosti klukkustund.
  6. Bræðið súkkulaðið og dreifið yfir stökka karamelluna. Brjótið í mola þegar súkkulaðið hefur harðnað. Og borðið!

Umsagnir

Umsagnir

This entry was posted in Konfekt.