Það er svo gaman að fylla húsið af góðum ilm á aðventunni og það er nákvæmlega það sem gerðist þegar ég hlóð í þessa piparkökusnúða.

Það er í raun skrýtið að við borðum bara piparkökur í aðdraganda jóla en ekki allan ársins hring. Þær eru svo ljúffengar og svo margt sniðugt hægt að gera með piparkökum og kryddinu sem í þeim er. Því segi ég – bakið þessa snúða hvenær sem þið viljið, sérstaklega því þeir minna mann á þessa óviðjafnanlegu hlýju sem fylgir vetrinum og jólunum.

Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum sem fylgist með þessu bloggi að ég gjörsamlega dýrka kanilsnúða og snúða af öllum stærðum og gerðum! Mér finnst svo gaman að baka snúða og hef komið mér upp því kerfi að á meðan deigið hefast þá fer ég út að leika með krökkunum eða í sund. Þegar að heim er komið tekur enga stund að skella snúðunum í ofninn og ég veit hreinlega fátt betra en góðan snúð eftir mikið stuð undir berum himni.

Þeir sem eiga skothelda uppskrift að snúðadeigi geta að sjálfsögðu notað hana hér og stuðst svo við uppskriftina að fyllingunni og glassúrnum til að kalla fram piparkökufílínginn.

Sama hvað þið gerið – munið að njóta og vera góð við hvort annað!


Piparkökusnúðar sem hringja inn jólin
Hráefni
Deig
Fylling
Glassúr
Leiðbeiningar
Deig
  1. Blandið mjólk, geri og sykri vel saman í skál. Mikilvægt er að mjólkin sé volg. Leyfið þessu að hvíla í 5-10 mínútur til að virkja gerið og það byrjar að freyða.
  2. Bætið því næst eggi, eggjarauðu, vanilludropum og smjöri saman við og blandið vel saman.
  3. Bætið salti saman við og síðan hveiti smátt og smátt þar til deigið er ekki klístrað og hægt að hnoða það. Hnoðið það í nokkrar mínútur. Setjið deigið síðan í skál og viskastykki yfir. Leyfið deiginu að hefast í 1 til 2 klukkustundir.
Fylling
  1. Blandið öllu vel saman í skál.
  2. Fletjið deigið út þar til það er 5-6 mm þykkt. Penslið deigið með fyllingunni og rúllið það síðan upp.
  3. Hitið ofninn í 190°C. Skerið deigrúlluna í 12 til 13 jafna hluta. Raðið snúðunum á ofnplötu eða í eldfast mót sem búið er að smyrja. Leyfið þeim að hvíla á meðan ofninn hitnar.
  4. Bakið snúðana í 20 til 25 mínútur og leyfið þeim örlítið að kólna þegar þeir koma úr ofninum.
Glassúr
  1. Blandið flórsykri og mjólk vel saman í skál og setjið glassúrinn ofan á snúðana. Skreytið með muldum piparkökum.

Umsagnir

Umsagnir